Evróputúrinn: Garcia kylfingur aprílmánaðar
Það kom fáum á óvart að Sergio Garcia skyldi vera valinn kylfingur aprílmánaðar á Evróputúrnum, eftir frækinn sigur á 1. risamóti ársins, The Masters, þar sem hann hafði betur gegn Justin Rose.
Garcia er 3. Spánverjinn til þess að sigra á Masters, en á undan honum hafa þeir Seve Ballesteros (1980 aog 1984) og José María Olazábal (1994 og 1999) sigrað í mótinu.
Það var mjög við hæfi að sigur Garcia kom á þeim degi sem átrúnaðargoð hans í golfinu, Seve, hefði orðið 60 ára.
Í 2. sæti um kjör á kylfingi aprílmánaðar Evróputúrsins varð Justin Rose, fyrir frábæra frammistöðu á Masters og í 3. sæti Edoardo Molinari, eftir að hann sigraði á fyrsta móti sínu í 7 ár, Trophée Hassan II.
„Mér er heiður af því að hafa verið útnefndur Hilton European Tour kylfingur mánaðarins,” sagði Garcia m.a. eftir að honum bárust tíðindin. „Þetta hefir verið eftirminnilegur tími í lífi mínu frá sigrinum á Masters og vonandi get ég endurtekið þetta mörgum sinnum.“
„Að vinna minn fyrsta risamótssigur á Augusta var draumur sem rættist og staðreyndin að hann kom á þeim degi sem Seve myndi hafa orðið 60 ára gerði hann (sigurinn) enn sérstakari. Hann (Seve) hefir alltaf verið stærsti innblástur minn í þessum leik og ég stend í þakkarskuld við hann.“
Þetta er í 2. sinn á árinu sem Garcia er valinn kylfingur mánaðarins á Evróputúrnum, en hann var áður valinn kylfingur febrúarmánaðar 2017.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
