Morgado
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Opna portúgalska hér!

Opna portúgalska, sem fer fram á Morgado golfstaðnum í Portúgal, er mót vikunnar.

Fyrstu kylfingarnir eru farnir út, en meðal keppenda eru ekkert sérlega þekkt nöfn, þar sem flestir stjörnukylfingar Evrópu taka þátt í the Players, sem oft er kallað 5. risamótið, sem hefst í dag í Flórída.

Meðal keppenda í Morgado eru t.a.m.: Mike Weir frá Kanada; Alvaro Quiros frá Spáni; heimamaðurinn Ricardo Gouveia, sem margir spá sigri; Roope Kakko frá Finnlandi; Wil Besseling frá Hollandi; Alessandro Tadini og Andrea Pavan frá Ítalíu; Marc Tullo frá Chile og Robert Rock og Eddie Pepperell frá Englandi; en þetta eru meðal þekktustu nafna og fá mjög þekkt eins og sjá má.

Mótið er hins vegar ágætis tækifæri fyrir þá sem eru að taka fyrstu skref sín á Evrópumótaröðinni og tækifæri fyrir þá kylfinga að spila, sem ekki hafa þátttökurétt í öllum mótum Evrópumótaraðarinnar.

Fylgjast má með gangi mála á Opna portúgalska á skortöflu með því að SMELLA HÉR: