Thorbjörn Olesen á Masters
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 09:45

Evróputúrinn: Fylgist með lokahring Qatar Masters!

Skotinn Paul Lawrie er búinn að leiða mestallt mótið, lauk 3. keppnisdegi á toppnum á 13 undir pari, 203 höggum (67 66 70).

Lawrie átti glæsilegan skollalausan hring, þar sem hann spilaði jafnt og öruggt golf var á 2 undir og fékk 2 fugla.

Nú er lokahringurinn hins vegar hafinn og bæði danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen og Branden Grace frá Suður-Afríku sækja að Lawrie.

Byrjunin hjá Lawrie er arfaslæm en hann er á fyrstu 5 holum lokahringsins búinn að fá 2 skolla, þ.e. tapa tveimur höggum; bætti það aðeins með því að fá fugl og Olesen búið að takast að jafna við hann og þeir sitja nú á toppnum eftir 5 spilaðar lokaholur.

Nóg af golfi eftir í Doha og úrslitin langt frá því ráðin!

Sjá má hápunkta 3. hrings á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Fylgist með lokahring Qatar Masters á skortöflu með því að SMELLA HÉR: