Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Fylgist með DP World Tour Championship hér!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er DP World Tour Championship. Spilað er á keppnisvelli Jumeirah Golf Estates í Dubaí.

Bestu kylfingar Evróputúrsins taka þátt, því verðlaunafé er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni.

Meðal þeirra eru Rory McIlroy, sem virðist fara fremur illa af stað, Henrik Stenson, Sergio Garcia, Louis Oosthuizen o.fl o.fl.

Snemma dags eru þeir Nicolas Colsaerts frá Belgíu og Julien Quesne frá Frakklandi í forystu á 5 undir pari, 67 höggum.

Fylgjast má með á skortöflu á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: