Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 12:15

Evróputúrinn: Fylgist með British Masters HÉR!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er British Masters, sem státar stjörnu prýddum kylfingum og nægir þar að nefna nr. 6 á heimslistanum, hinum nýkvænta Rory McIlroy og nr. 10, Sergio Garcia. 

Spilað er á golfvelli Close House GC, í Newcastle-upon-Tyne á Englandi.

Sá sem tekið hefir forystu snemma dags er spænski kylfingurinn Alvaro Quiros, en hann er kominn í hús á 6 undir pari, 64 höggum.

Margir eiga eftir að fara út og ljúka leik, þannig að staðan gæti breyst eftir því sem liður á daginn og toppsætið ekki tryggt hjá Quiros.

Fylgjast má með stöðunni á British Masters með því að SMELLA HÉR: