Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Fylgist hér m/ Opna skoska

Opna skoska, Aberdeen Asset Management Scottish Open er mót vikunnar á Evróputúrnum og fer að þessu sinni fram á velli nr. 1 Gullane golfklúbbsins í East Lothian, Skotlandi.

Margir af bestu kylfingum heims taka þátt og líta á það sem hluta af undirbúningi sínum fyrir Opna breska risamótið, sem hefst í næstu viku á St. Andrews.

Meðal þátttakenda er að sjálfsögðu nr. 7 á heimslistanum, Justin Rose, sem á titil að verja í Opna skoska.

Aðrir góðir eru m.a.: Ian PoulterGraeme McDowell, Thorbjörn Olesen, Matt Kuchar og Rickie Fowler.

Hægt er að fylgjast með stöðunni á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndskeið frá Gullane linksurunum, þar sem Opna skoska fer fram í ár með því að SMELLA HÉR: