Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Fraser og Wallace deila 1. sæti Opna ítalska – Hápunktar 2. dags

Tveir kylfingar eru á toppnum í hálfleik á Opna ítalska: ástralski kylfingurinn Marcus Fraser og Englendingurinn Matt Wallace.

Þeir hafa báðir spilað á samtals 13 undir pari, 129 höggum; Fraser (67 62) og Wallace (64 65).

Tveimur höggum á eftir, á samtals 11 undir pari deila Kiradech Amphibarnrat frá Thaílandi og Wales-verjinn Jamie Donaldson, 3. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: