Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2015 | 09:30

Evróputúrinn: Fowler sigraði á Opna skoska

Það var bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler, sem sigraði á Opna skoska (ens. Aberdeen Asset Management Scottish Open)  í gær, sunnudaginn 12. júlí 2015.

Fowler lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (66 68 66 68) og þykir í fantaformi fyrir Opna breska risamótið, sem hefst nú í vikunni!  Sigurinn gæti komið Rickie í allt að 5. sætinu á heimslistanum.

Með þessum sigri bætir Rickie líka besta árangur sinn til þessa í Opna skoska en áður var það T-8 í 2014 Opna skoska.

Jafnir í 2. sæti í mótinu urðu Frakkinn Raphaël Jacquelin og Bandaríkjamaðurinn síbrosandi Matt Kuchar aðeins 1 höggi á eftir Fowler þ.e. samtals á 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Opna skoska með því að SMELLA HÉR: