Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Flugskeytaárásir í Tyrklandi gæti sett strik í reikninginn f. Turkish Airlines Open

Flugskeytaárásir á tyrknesku borgina Antalya hafa vakið upp efasemdir hvort hið 7 milljón dollara Turkish Airlines Open mót, geti farið fram en það á að halda 3.-6. nóvember 2016.

Það er ekki til neins að halda mót ef ekki er hægt að tryggja öryggi þátttakenda.

Tyrkneska fréttastofan Dogan sagði að tveimur flugskeytum hefði verið skotið úr fjallahéruðum á veginn milli borgarinnar Antalya og bæjarins Kemer þar sem golfsvæðið er.

Ekki varð neitt manntjón.

Yfirvöld í Antalya létu frá sér fara eftirfarandi fréttatilkynningu: „Nú í morgun kl. 10:20 am varð sprengja í borginni Antalya í Tyrklandi í Calticak fiskbirgjunum. Verið er að rannsaka orsök sprengingarinnar.“

Franski kylfingurinn Victor Dubuisson á titil að verja og bandaríska Ryder Cup leikmaðurinn Brooks Koepka vann 2014.

Antalya er u.þ.b. 300 mílur frá landamærum Tyrklands/Sýlands og hefir að mestu leyti sloppið við stríðsátök í nágrannaríki sínu.