Evróputúrinn: Fleetwood varði titil sinn í Abu Dhabi – Hápunktar 4. dags
Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood sigraði í dag á Abu Dhabi HSBC Championship og varði þar með titil sinn.
Sigurskor Fleetwood var 22 undir pari, 266 högg (66 68 67 65) og hann hlaut að launum sigurtékka upp á € 408,597 (u.þ.b. 51,5 milljónir íslenskra króna).
„Ég er miklu tilfinningasamari núna en á síðasta ári,“ viðurkenndi Fleetwood þegar sigurinn var í höfn. „Ég veit ekki af hverju. Ég vildi bara virkilega vinna þetta. Ég átti ár ævinnar í fyrra. Það er skrítinn tilfinning að verja titilinn vegna þess að hann er þinn og maður vill ekki láta hann. Þannig að halda honum eitt ár í viðbót er næs„
Í 2. sæti varð Ross Fisher, 2 höggum á eftir Fleetwood, þ.e. á samtals 20 undir pari.
Síðan deildu fyrrum nr. 1 á heimlistanum Rory McIlroy, en mótið var fyrsta mót hans í 3 1/2 mánuð í keppnisgolfi og Matthew Fitzpatrick 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor.
„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rory um sigur Tommy Fleetwood. „Það setja svona hring saman hérna úti í dag; 65 við þessar aðstæður er áhrifamikið og 6 undir á seinni 9 þegar hann þarfnaðist þeirra. Hann (Tommy) er frábær viðbót við golfheiminn; frábær viðbót við Evróputúrinnog hann mun vera frábær viðbót við Ryderbikarsliðið í september. „
Um gengi sitt sagði Rory: „Ég er virkilega ánægður með hvernig ég spilaði í þessari viku. Leikurinn minn er í góðu formi og ég sá nokkur virkilega, virkilega góð teikn. Þannig að ég hlakka til næstu viku í Dubai og hlakka augljóslega til afgangsins af tímabilinu.“
Til þess að sjá lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
