Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Fleetwood sigraði í Frakklandi – Hápunktar 4. dags HNA Open de France

Það var Tommy Fleetwood sem stóð uppi sem sigurvegari í HNA Open de France.

Fleetwood lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (67 68 71 66).

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, varð Titleist erfinginn, Peter Uihlein á samtals 11 undir pari, 273 höggum (67 67 71 68).

Þrír kylfingar deildu 3. sætinu: Thorbjörn Olesen, Alexander Björk og franskur kylfingur að nafni Mike Lorenzo-Vera; allir á samtals 8 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: