Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Fleetwood sigraði á Nedbank Golf Challenge

Tommy Fleetwood sigraði á Nedbank Golf Challenge, móti vikunnar á Evróputúrnum, sem fram fór í S-Afríku.

Bráðabana þurfti til þess að skera úr um úrslit því jafnt var með Fleetwood og Svíanum Marcus Kinhult eftir hefðbundinn 72 holu leik.

Báðir voru þeir á 12 undir pari, 276 höggum. Í bráðabananum vann Fleetwood á 2. holu með sléttu pari.

Þetta er fyrsti sigur Fleetwood í 22 mánuði.

Sjá má lokastöðuna á Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: