Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2016 | 12:45

Evróputúrinn: Fitzpatrick sigurvegari Nordea Masters

Það var hinn ungi, enski kylfingur Matthew Fitzpatrick sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters, móti s.l. viku á Evróputúrnum. Fitzpatrick er sá yngsti til að sigra á Nordea Masters frá upphafi, aðeins 21 árs.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR: 

Fitzpatrick lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 65 68 71).

Sigur Fitzpatrick var býsna sannfærandi en hann átti 3 högg á næsta keppanda Danann Lasse Jensen, sem var á samtals 13 undir pari.

Belgíska Solheim Cup stjarnan Nicolas Colsaerts varð síðan í 3. sæti á samtals 12 undir pari og Svíarnir Henrik Stenson og Björn Hellgren deildu 4. sæti, báðir á samtals 10 undir pari, hvor.

Lee Westwood, 43 ára,  sem spáð var velgengni í mótinu af mörgum varð T-8, en hann gæti verið faðir sigurvegarans unga.

Til þess að sjá lokastöðuna á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: