Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði á DP World Tour Championship

Það var Matthew Fitzpatrick sem stóð uppi sem sigurvegari á DP World Tour Championship í dag.

Fitzpatrick lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (69 69 66 67).

Ekki er víst að allir kannist við Matthew Fitzpatrick en skoða má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var landi Fitzpatrick, Tyrell Hatton en hann lék á 16 undir pari og í 3. sæti Charl Schwartzel á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: