Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick og Willett efstir f. lokahringinn í Sviss

Það eru Englendingarnir Matthew Fitzpatrick og Danny Willett, sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Omega European Masters mótsins í Crans-sur-Sierre í Sviss.

Það eru ekki margir sem kannast við Fitzpatrick og því má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Báðir hafa leikið á samtals 12 undir pari, 198 höggum; Fitzpatrick  (69 65 64) og Willett (65 62 71).

Í 3. sæti er Frakkinn Raphaël Jacquelin aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 11 undir pari.

Sjá má hápunkta 3. dags á Omega European Masters með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með lokahringnum á Omega European Masters með því að SMELLA HÉR: