Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 06:30

Evróputúrinn: Fitzpatrick efstur e. 1. dag British Masters

Það er Englendingurinn Matthew Fitzpatrick sem leiðir eftir 1. dag British Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Fitzpatrick lék á 7 undir pari, 64 höggum – fékk 1 örn, 6 fugla og 1 skolla.

Fitzpatrick er e.t.v. ekki sá þekktasti en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

4 deila 2. sætinu: þ.e. landi Fitzpatrick Lee Slattery, Skotinn Marc Warren, Daninn Sören Kjeldsen og Svíinn Robert Karlsson.

Sjá má hápunkta frá 1. keppnisdegi með því að SMELLA HÉR

Fylgjast má með stöðunni á British Masters með því að SMELLA HÉR: