Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 02:00

Evróputúrinn: Fisher og Horne efstir e. 1. dag BMW SA Open

Í gær, 12. janúar 2017, hófst á golfvelli Glendower GC í Ekurhuleni í S-Afríku BMW SA Open.

Efstir eftir 1. dag eru heimamennirnir Keith Horne og Trevor Fisher Jnr.

Báðir léku þeir á 6 undir pari, 66 höggum.

Meðal þátttakenda í mótinu er Rory McIlroy og er hann í hópi 5 kylfinga sem deila 3. sætinu – en Rory kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW SA Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á BMW SA Open e. 1. dag SMELLIÐ HÉR: