Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 07:00

Evróputúrinn: Ferguson sigraði á Qatar Masters

Það var skoski kylfingurinn Ewen Ferguson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Qatar Masters.

Þetta er 1. sigur hans á Evróputúrnum.

Sigurskor Ferguson var 7 undir pari, 281 högg (67 71 73 70).

Fyrir sigurinn hlaut Ferguson €308,344.30 (eða rúmar 48 milljónir íslenskra króna)

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Chase Hanna, aðeins 1 höggi á eftir og Svíinn Marcus Kinhult og Adrian Meronk frá Póllandi deildu 3. sætinu, enn einu höggi á eftir.

Spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal, sem búinn var að vera í forystu allt mótið hrundi niður í 5. sætið, sem hann deildi með 6 öðrum kylfingum og lauk keppni á samtals 4 undir pari. Það voru einkum slælegir tveir lokahringirnir upp á 75 og 74, sem eyðlögðu fyrir honum.

Sjá má lokastöðuna á Qatar Masters 2022 með því að SMELLA HÉR: