Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Evans efstur e. 1. dag KLM

Það er enski kylfingurinn Ben Evans, sem er efstur eftir 1. dag KLM Open.

Evans lék á 6 undir pari, 65 höggum – fékk 7 fugla og 1 skolla.

8 kylfingar eru á hæla Evans, aðeins 1 höggi á eftir, þ.á.m. Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Peter Hanson frá Svíþjóð.

Til þess að sjá hápunkta 1. dag KLM mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á KLM SMELLIÐ HÉR: