Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 15:20

Evróputúrinn: Elliot Saltman fór holu í höggi – fær þyngdar sinnar virði í spænskri skinku

Jamón Serrano

Skoski kylfingurinn Elliot Saltman fór holu í högi á 2. hring Madríd Masters í dag og vann gúmmulaðisverðlaun – þyngdar sinnar virði í spænskri skinku.

(Smá innskot: Skinkan (Jamón Serrano) er mörgum Íslendingum að góðu kunn – síðast þegar greinarhöfundur fór í golfferð til Spánar voru nokkrir í ferðinni, sem sögðust geta lifað vikum saman á þessari skinku einni, svo góð þykir hún – reyndar þykir hún algert lostæti!)

Saltman sló draumahöggið á par-3, 3. brautinni á El Encin Golf Hotel.

Þrátt fyrir afrekið er Saltman (nr. 686 á heimslistanum) hvergi nálægt vinningssæti. Í gær kom hann í hús á 75 höggum er +3 yfir pari og 11 höggum á eftir forystumanni gærdagsins, Englendingnum Ross McGowan.