Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 15:20
Evróputúrinn: Elliot Saltman fór holu í höggi – fær þyngdar sinnar virði í spænskri skinku
Skoski kylfingurinn Elliot Saltman fór holu í högi á 2. hring Madríd Masters í dag og vann gúmmulaðisverðlaun – þyngdar sinnar virði í spænskri skinku.
(Smá innskot: Skinkan (Jamón Serrano) er mörgum Íslendingum að góðu kunn – síðast þegar greinarhöfundur fór í golfferð til Spánar voru nokkrir í ferðinni, sem sögðust geta lifað vikum saman á þessari skinku einni, svo góð þykir hún – reyndar þykir hún algert lostæti!)
Saltman sló draumahöggið á par-3, 3. brautinni á El Encin Golf Hotel.
Þrátt fyrir afrekið er Saltman (nr. 686 á heimslistanum) hvergi nálægt vinningssæti. Í gær kom hann í hús á 75 höggum er +3 yfir pari og 11 höggum á eftir forystumanni gærdagsins, Englendingnum Ross McGowan.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024