Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2015 | 14:00

Evróputúrinn: Edoardo Molinari vísað úr móti eftir að kaddýinn hans fékk far m/golfbíl

Ítalska kylfingnum Edoardo Molinari  var vísað úr Shenzhen International á föstudaginn s.l. eftir að kylfuberi hans fékk sér far með golfbíl.

Tja, kylfuberar verða nú einu sinni að ganga í móti.

Molinari gæti hafa tekið á sig 2 högga víti og þá skrifað undir skor upp á 77 högg, en það gerði hann ekki.

Hann sá einfaldlega ekki til kylfubera síns og skrifaði því undir rangt skor og var í kjölfarið vísað úr móti!

Talað er um það að kylfuberinn hafi ætlað sér að fara eftir reglum allra kylfubera í mótum að „Show up, keep up and shut up,“ (þ.e. mæta, halda í við (kylfinginn), og þegja – flottari orðaleikur á ensku) en í þetta skipti hafi verið um „mess up“ að ræða hjá kylfuberanum þ.e. klúður!

Ömurlegt að ferðast alla leið til Kína og vera síðan vísað úr móti!Edoardo Molinari