Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2017 | 01:00

Evróputúrinn: Edoardo Molinari sigraði á Trophee Hassan II – Hápunktar 4. dags

Það var ítalski kylfingurinn Edoardo Molinari, sem bar sigur úr býtum á Trophee Hassan II, móti vikunnar á Evróputúrnum dagana 13.-16. apríl 2017.

Hann lék á samtals 9 undir pari, líkt og Írinn Paul Dunne og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Par-5 18. hola Royal Dar Es Salam vallarins var spiluð aftur og hafði Molinari þegar betur á 1. holu bráðabanans, fékk par meðan Dunne tapaði á skolla.

Í 3. sæti varð Paul Waring frá Englandi á samtals 8 undir pari.

Sjá má hápunkta lokahrings Trophee Hassan II  á 4. degi með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna á Trophee Hassan II með því að SMELLA HÉR: