Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Eddie Pepperell efstur e. 1 dag Open de España – Myndskeið

Það er Englendingurinn Eddie Pepperell sem skaust í 1. sætið í gær á Open de España, en hann lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Pepperell, 23 ára (f. 22. janúar 1991) komst á Evróputúrinn í gegnum Áskorendamótaröðina, en á henni spilaði hann í fyrstu eftir að hann gerðist atvinnumaður í golfi 2011.  Pepperell byrjaði í golfi 4 ára en sagðist ekki hafa spilað það af alvöru fyrr en 12 ára. Helstu áhrifavaldar Pepperell voru faðir hans sem er golfkennari og bróðir, sem drógu hann fyrst út á völl.  Nú er Pepperell einn í 1. sæti eftir 1. dag Open de España!

Hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar deila 2. sætinu, en allir léku á 3 undir pari, 69 höggum.

Þetta voru þeir Peter Uihlein, sem leiddi lengi vel dags í gær; Sergio Garcia, José Felipe Lima; Robert-Jan Derksen; Richie Ramsay og Þjóðverjinn Thomas Pieters.

Annar hringur Open de España er þegar hafinn – Til þess að sjá stöðuna  SMELLIÐ HÉR: 

 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Open de España SMELLIÐ HÉR: