Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Dubuisson talinn sigurstranglegur í Perth

Franski kylfingurinn, Victor Dubuisson, er talinn sigurstranglegur á móti vikunnar á Evróputúrnum ISPS Handa Perth International, sem hefst í Ástralíu á morgun.

Og Dubuisson, sem á árinu lék m.a. í sínu 1. Ryder Cup móti, líður ósköp vel með álit annarra á sér.

„Það er betra að vera álitinn sigurstranglegur, en ég mun aðeins reyna að gera mitt besta,“ sagði hinn 24 ára Dubuisson.

„Það er fullt af góðum leikmönnum hér. Jason (Dufner), Charl (Schwartzel og síðan fullt af leikmönnum á Evróputúrnum. Það eru kylfingar hér sem hafa spilað mikið í Bandaríkjunum og eru alveg á mörkunum að komast til þess að spila í the Final Series. Þetta er síðasta mótið fyrir það (Final Series þ.e. 3 síðustu mót á Evróputúrnum).

„Mér finnst leikmannahópurinn virklega góður og það eru góð stig sem hægt er að vinna sér inn í þesari viku. Ég hugsa að það séu kannski 6 leikmenn, sem eru meðal efstu 50 á heimslistanum, þannig að hægt er að vinna sér inn fjölmörg stig,“ sagði Dubuisson m.a.