Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 16:00

Evróputúrinn: Dubuisson búinn að jafna við Van Zyl á 3. degi TAO – Myndskeið

Franska kylfingnum Victor Dubuisson tókst í dag að jafna við Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku á Turkish Airlines Open (skammst. TAO).

Báðir eru þeir búnir að spila á 16 undir pari, 200 höggum; Dubuisson (69 64 67) og Van Zyl (61 69 70) og eru því í efsta sæti á TAO.

Og það eru ekki minni menn en Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi og sjálfur Rory McIlroy sem eru á hælunum á toppmönnunum en þeir eru báðir búnir að spila á 15 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir Van Zyl og Dubuisson.

Til þess að sjá hápunkta frá Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: