Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 20:00

Evróputúrinn: Dredge og Warren deila forystunni fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það eru Wales-verjinn Bradley Dredge og Skotinn Marc Warren, sem leiða fyrir lokahringinn á Made in Denmark mótinu, sem fram fer á Himmerland Golf & Spa Resort í Álaborg, Danmörku.

Báðir eru þeir búnir að spila á 6 undir pari, 207 höggum; Dredge (66 68 73) og Warren (71 70 66).

Þriðja sætinu deila Norður-Írinn Gareth Maybin og Englendingurinn Simon Wakefield. Maybin og Wakefield léku á 3 undir pari, hvor og eru því 3 höggum á eftir forystumönnunum.

Þrír deila síðan 5. sætinu: Wales-verjinn Stuart Manley; Englendingurinn Phillip Archer og „heimamaðurinn“ Thorbjörn Olesen, á 2 undir pari hver og gætu þeir einnig blandað sér í toppbaráttuna á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: