Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2017 | 08:45

Evróputúrinn: Dredge leiðir e. 1. dag í Qatar

Það er Bradley Dredge frá Wales sem leiðir á Commerical Bank Qatar Masters eftir 1. keppnisdag.

Hann lék 1. hring á 8 undir pari, 64 glæsihöggum – fékk 8 fugla og 10 pör og skilaði fallegu skollalausu skorkorti.

Í 2. sæti, höggi á eftir er finnski kylfingurinn Mikko Korhonen.

Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar allir á 6 undir pari þ.e. þeir: Kiradech Aphibarnrat, Nathan Kimsey og Graeme McDowell.

Sjá má hápunkta 1. hrings á Commerical Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: