Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Dredge í forystu í Danmörku í hálfleik

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Made in Denmark mótið, sem fer fram á Himmerland Golf & Spa Resort.

Í hálfleik er það Wales-verjinn Bradley Dredge sem er í forystu á samtals 13 undir pari, 129 höggum (63 66).

Í 2. sæti er Svíinn Joakim Lagergren á samtals 10 undir pari (62 70).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Made In Denmark SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: