Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 00:01

Evróputúrinn: Dredge efstur fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er Wales-verjinn Bradley Dredge sem leiðir á D+D mótinu í Tékklandi.

Dredge er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 70 66).

Jamie Donaldson, sem búinn er að leiða fystu 2 keppnisdagana deilir nú 2. sæti ásamt Dananum Sören Kjeldsen, 2 höggum á eftir Dredge, á samtals 10 undir pari, hvor.

Donaldson ásamt Stephen Gallacher, sem deilir 5. sæti ásamt Merrick Bremner á samtals 8 undir pari, hvor, eru að gera sér vonir um sæti í Ryder Cup liði Evrópu.

Einn í 4. sæti á samtals 9 undir pari er síðan Frakkinn Grégory Bourdy.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á D+D SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á D+D mótinu í Tékklandi SMELLIÐ HÉR: