Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: DJ efstur í Sádí í hálfleik

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Saudi International powered by SBIA, sem fram fer dagana 31. janúar – 3. febrúar 2019 í Royal Greens G&CC í King Abdullah Economic City í Sádí Arabíu.

Efstur í hálfleik er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ), en hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 129 höggum (68 61).

Enski kylfingurinn Paul Casey kaus að taka ekki þátt í mótinu vegna andstöðu sinnar við morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Khamal Khashoggi, í ræðismannsskrifstofu Sádí Arabíu í Tyrklandi á síðasta ári.

Til þess að sjá stöðuna á Saudi International powered by SBIA SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Saudi International powered by SBIA SMELLIÐ HÉR: