Evróputúrinn: David Higgins efstur eftir 1. hring Hong Kong Open
Það er Írinn David Higgins, sem er efstur eftir 1. hring Hong Kong Open, sem hófst í nótt.
Higgins lék á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann var með 3 skolla og 9 fugla, á Fanling golfvellinum í Hong Kong.
„Þetta var frábært,“ sagði hinn 41 árs gamli Higgins m.a. eftir hringinn. „Ég spilaði pottþétt golf frá teig að flöt og setti niður nokkur yndisleg pútt og vippaði í.“
Í 2. sæti er Ítalinn Andrea Pavan á 5 undir pari, 65 höggum og þriðja sætinu deila sjö kylfingar m.a. Englendingur Adam Gee.
Guan Tianlang, 15 ára unglingurinn lék 1. hringinn á 1 yfir pari, 71 höggi og deilir sem stendur 69. sætinu með 18 öðrum kylfingum. Meðspilarar Guan í dag Thorbjörn Olesen lék á 1 undir pari 69 höggum og er T-27 og John Daly átti afleitan hring, lék 8 yfir pari, 78 höggum og er nánast örugglega búinn að spila sig úr mótinu; er T-133. Keppendur eru alls 138 þannig að Guan verður að halda vel á spöðunum á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurð!!!
Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 1. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
