Evróputúrinn: Danir sigurðu í Golf Sixes
Það var lið Danmerkur skipað þeim Lucas Bjerregaard og Thorbjörn Olesen, sem sigraði í nýju móti á Evrópumótaröðinni Golf Sixes.
Þetta er 2. sigur Olesen í liðakeppnum f.h. Danmerkur og sýnir hversu góður liðsmaður hann er; en þetta er fyrsti sigur Bjerregaard.

Sigurvegararnir tóku að sjálfsögðu selfie af sér
Í Golf Sixes eru lið skipuð 2 leikmönnum, frá 16 þjóðum og mótið fer fram á tveimur dögum; nú í ár í fyrsta sinn 6.-7. maí 2017.
Í ár kepptu lið frá eftirfarandi þjóðum: Ástralíu, Bandaríkjunum Belgíu, Danmörk, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Indlandi, Ítalíu, Portúgal, Skotlandi, Spáni, Suður-Afríu, Svíþjóð, Thaílandi og Wales.
Fyrri daginn var liðunum skipt í 4 riðla og héldu 2 efstu lið úr hverjum riðli áfram næsta dag, þar sem fór fram hefðbundin 8 manna úrsláttakeppni; síðan 4 manna undanúrslit og síðan keppt um 1. og 3. sætið.
Spilað var með Greensome leikfyrirkomulagi, þ.e. báðir leikmenn liðs slá teighögg síðan er betri boltinn valinn og síðan slá leikmenn til skiptis.
Fyrri daginn voru spilaðar 6 holur og 1 stig gefið fyrir hverja holu sem vannst. Að loknum 6 holum voru liðunum gefin eftirfarandi stig: 3 stig gefin fyrir sigur og 1 fyrir að halda jöfnu og ekkert fyrir tap. Hvert lið varð að spila 3 viðureignir þ.e. 18 holur.
Annan daginn er leikfyrirkomulagið einnig Greensome en ef allt er jafnt eftir 6 holur eru spilaðar eins margar holur og þarf, í einhvers konar formi af bráðabana á 18. holu, þar til úrslit fást.

Sigurvíma
Úrslitaviðureignin um 1. sætið nú í ár fór fram milli liðs Danmerkur (Bjerregaard/Olesen) og Ástrala; en f.h. Ástralíu kepptu þeir Scott Hend og Sam Brazel og fór viðureignin 3-1 Danmörk í vil.
Skotar, en liðið var skipað þeim Richie Ramsay og Marc Warren urðu í 3. sæti; þeir unnu þeirra viðureign gegn liði Ítalíu, 2-1 (skipað Matteo Manassero og Renato Panatore).
Golf Sixes er eins og segir nýjung – tilraun til að stytta golfleikinn í liðakeppnum í 6 holu leik. Verðlaunaféð er €1 milljón.
Sjá má úrslitin í Golf Sixes 2017 með því að SMELLA HÉR:
Í ár kepptu eftirfarandi kylfingar fyrir þjóð sína:
Ástralía: Sam Brazel og Scott Hend
Bandaríkin: Paul Peterson og David Lipsky
Belgía: Nicolas Colsearts og Thomas Detry
Danmörk: Thorbjørn Olesen og Lucas Bjerregaard
England: Chris Wood og Andy Sullivan
Frakkland: Alexander Levy og Gregory Bourdy
Holland: Joost Luiten og Reinier Saxton
Indland: S.S.P Chawrasia og S Chikkarangappa
Ítalía: Matteo Manassero og Renato Panatore
Portúgal: Ricardo Gouveia og Jose-Filipe Lima
Skotland: Richie Ramsay og Marc Warren
Spánn: Pablo Larrazabal og Alejandro Canizares
Suður-Afríka: Darren Fichardt og Brandon Stone
Svíþjóð: Joakim Lagergen og Johan Carlsson
Thaíland: Thongchai Jaidee og Kiradech Aphibarnrat
Wales: Bradley Dredge, Jamie Donaldson.
Liðin skiptust í eftirfarandi riðla fyrri dag Golf Sixes:
A riðill
England: Chris Wood, Andy Sullivan [#1]
Danmörk: Thorbørn Olesen, Lucas Bjerregaard [#5]
Holland: Joost Luiten, Reinier Saxton [#10]
Indland: S.S.P Chawrasia, S Chikkarangappa [#13]
B riðill
Thailand: Thongchai Jaidee, Kiradech Aphibarnrat [#2]
Spánn: Pablo Larrazabal, Alejandro Canizares [#7]
Belgía: Nicolas Colsearts, Thomas Detry [#11]
Skotland: Richie Ramsay, Marc Warren [#16]
C riðill
Ástralía: Sam Brazel, Scott Hend [#3]
Bandaríkin: Paul Peterson, David Lipsky [#8]
Wales: Bradley Dredge, Jamie Donaldson [#9]
Portúgal: Ricardo Gouveia, Jose-Filipe Lima [#14]
D riðill
Suður-Afríka: Darren Fichardt, Brandon Stone [#4]
Frakkland: Alexander Levy, Gregory Bourdy [#6]
Svíþjóð: Joakim Lagergen, Johan Carlsson [#12]
Italía: Matteo Manassero, Renato Panatore [#15]
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
