Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 11:15

Evróputúrinn: Daninn Morten Örum Madsen efstur snemma 1. dags á Tshwane Open – Sjáið glæsiás hans!!!

Í morgun hófst í Pretoría CC, í Waterkloofen, Suður-Afríku Tshwane Open en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Sólskinstúrsins suður-afríska.

Snemma 1. dags er Daninn Morten Örum Madsen í efsta sæti en hann átti glæsihring upp á 63 högg!!!  Madsen átti m.a. 1. ásinn sinn á Evróputúrnum á hringnum, má sjá þar sem hann fer holu í höggi með því að SMELLA HÉR: 

Fast á hæla Madsen er heimamaðurinn Wallie Coetzee, sem er aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 64 höggum.

Í 3. sæti snemma þessa 1. dags er Frakkinn Raphaël Jacquelin á 5 undir pari, 65 höggum.

Skorið er lágt og margir eiga eftir að ljúka leik þannig að spennandi verður hvort enn eigi eftir að sjást enn lægri skor!!!

Til þess að sjá stöðuna á Tschwane Open SMELLIÐ HÉR: