Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2012 | 16:00

Evróputúrinn: Damien McGrane og Jamie Elson leiða á Joburg Open þegar móti er frestað vegna þrumuveðurs

Írinn Damien McGrane var á 63 höggum, sama skori og Englendingurinn Jamie Elson og leiða þeir eftir 1. hring Joburg Open, en mótinu var frestað vegna þrumuveðurs.

McGrane fékk 5 fugla á fullkomnum fyrri 9, sem hann spilaði á 31 höggi á Royal Johannesburg and Kensington’s West golfvellinum, þar sem flestir voru á lágu skori í dag.

McGrane er 40 ára og hefir aðeins 1 sinni sigrað á Evróputúrnum á Volvo China Open fyrir fjórum árum. Hann fékk tvo fugla í viðbót  og chippaði ofan í fyrir erni á 15. holu.

Eini gallinn á annars fullkomu skorkorti McGrane var skollinn á 18. braut, en hann var enn með 1 höggs forystu á heimamanninn, Desvonde Botes, frá Suður-Afríku.

Botes var á -7 undir pari, 65 höggum og er í 2. sæti og var sá eini meðal 17 efstu, sem náði toppskori á par-72 Austurvellinum.

„Ég er ánægður að vera í góðri stöðu eftir 1. hring,“ sagði McGrane. „Síðastliðin 3-4 ár hefir golf á Írlandi verið alveg ótrúlegt og það er smitandi. Fyrir litla þjóð er frábært að vera þarna (í efsta sæti) eða þar í kring.“

„Ég hlóð upp nokkrum fuglum á hringnum, en það var örninn sem sneri spilinu mér í hag.“

„Ég spilaði fallega frá byrjun til loka og þessi völlur veitir tækifærin. Flatirnar og veðrið voru fullkomin, þannig að ef maður er að spila vel eru fuglafærin. Óþarfi að segja það en maður varð að grípa tækifærin og ég setti niður nokkur góð pútt.“

Skotinn David Drysdale setti niður 7 metra fuglapútt á síðustu holu og spilaði á 66. höggum  líkt og landi hans George Murray sem náði því sama þegar hann setti niður fugl á par-3, 16. brautinni. Báðir deila 3. sætinu með  uppáhaldi heimamanna George Coetzee, frá Suður-Afríku og öðrum frá Suður-Afríku  Shaun Norris, Carlos Del Moral frá Spáni og Svíanum Joel Sjöholm.

Sigurvegari Masters, Charl Schwartzel, var á +1 yfir pari eftir 9 holur en náði ekki að klára áður en óveðrið skall á.

Takist Schwartzel að sigra mótið verður hann einn af aðeins 6 kylfingum sem tekist hefir að sigra sama mótið á Evrópumótaröðinni 3 ár í röð. Þeir sem hafa afrekað það eru: Ian Woosnam, Sir Nick Faldo, Colin Montgomerie, Ernie Els og Tiger Woods.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Joburg Open smellið HÉR: 

Heimild: europeantour.com