Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Colsaerts og Dunne leiða á Alfred Dunhill mótinu – Hápunktar 1. dags

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Alfred Dunhill Links Championship.

Mótið fer venju skv. fram á 3 völlum í Skotlandi: St. Andrews Old Course, Carnoustie og Kingsbarns.

Paul Dunne á St. Andrews á 1. degi Alfred Dunhill 2017

Paul Dunne á St. Andrews á 1. degi Alfred Dunhill mótsins 2017

Eftir 1. dag eru Paul Dunne frá Írlandi og Ryder Cup leikmaðurinn Nicolas Colsaerts frá Belgíu efstir, en báðir léku 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum.

Dunne lék á St. Andrews og var með 1 örn, 4 fugla, 12 pör og 1 skolla en Colsaerts, sem lék Kingsbarns fékk 7 fugla, 10 pör og 1 tvöfaldan skolla.

Sjá má stöðuna í heild á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: