Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2017 | 21:00

Evróputúrinn: Colsaerts efstur e. 2. dag í Tyrklandi

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Turkish Airlines Open.

Í hálfleik er belgíski Ryder Cup kylfingurinn Nicolas Colsaerts efstur; er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (64 64).

Í 2. sæti, 4 höggum á eftir er enski kylfingurinn Eddie Pepperell á samtals 10 undir pari, 132 höggum (66 66).

Glæsileg skor þetta í Tyrklandi!

Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: