Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Chris Wood sigurvegari á BMW PGA Championship

Það var Englendingurinn Chris Wood, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW PGA Championship.

Wood lék Wentworth á 9 undir pari, 279 höggum (72 70 68 69).

Í 2. sæti varð Svíinn Rikard Carlberg á samtals 8 undir pari og uppáhald allra á Wentworth, Masters sigurvegarinn í ár, Danny Willett varð í 3. sæti á samtals 7 undir pari.

Ástralinn Scott Hend, sem var í forystu fyrir lokahringinn hafnaði í 15. sæti með ömurlegan lokahring upp á 78 högg.  Hann var búinn að kvarta mikið undan golfbullum, sem voru drukknar og létu ófriðlega meðal áhorfenda á 3. hring.

Sjá má hápunkta 4. dags BMW PGA Championship með því að SMELLA HÉR: