Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 05:45

Evróputúrinn: Chawrasia enn í forystu snemma 2. dags

Einn þekktasti kylfingur Indlands SSP Chawrasia er enn í forystu á móti vikunnar á Evróputúrnum, UBS Hong Kong Open, snemma 2. dags .

Þegar Chawrasia hefir aðeins lokið 8 holum á 2. hring, en margir lokið 2. hring er Chawrasia með 3 högga forystu á næstu menn (Svíann Alexander Björk og Poom Saksansin frá Thaílandi, sem báðir hafa spilað á 2 hringi á samtals 5 undir pari).

Chawrasia hefir samtals spilað á 8 undir pari, þegar hann á ólokið spili á 10 holum.

Að sjálfsögðu getur staðan enn breyst.

Fylgjast má með stöðunni á UBS Hong Kong Open með því að SMELLA HÉR: