Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Chawrasia efstur f. lokahring Hero Indian Open – Hápunktar 3. dags

Það er heimamaðurinn, Indverjinn S.S.P Chawrasia, sem er efstur á Hero Indian Open, fyrir lokahringinn.

Ekki tókst að ljúka 3. hring fyrr en snemma í morgun og var hafist handa við að spila lokahringinn strax í framhaldinu.

Chawrasia er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 207 höggum (72 67 68).

Hann hafði í morgun 2 högga forskot á þann sem vermir 2. sætið Carlos Pigem frá Spáni sem leikið hefir á 7 undir pari, 209 höggum.

Til þess að sjá hápunkta gærdagsins, 3. dags á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Hero Indian Open, en lokahringurinn er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: