Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Chan sigraði í King´s Cup

Chan Shih-chang frá Taíwan sigraði í fyrsta sinn á móti Evrópumótaraðarinnar í dag þegar hann lauk keppni á 67 höggum og átti tvö högg á helsta keppinaut sinn Lin Wen-tang frá Kína, í King’s Cup, sem er samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinar.

Mótið fór fram 28.-31. júlí 2016 og lauk í morgun.

Hinn 30 ára Chan hóf leik í nótt með 1 höggs forystu á næsta mann og fékk 6 fugla og 3 skolla á hringnum og var samtals á 12 undir pari í Phoenix Gold golfklúbbnum í Pattaya, á Thailand.

Það hefir alltaf verið draumur minn að sigra á Asíutúrnum og það tókst í dag,“ sagði Chan en hann hefir 5 sinnum sigrað á Asian Development Tour (ADT), sem er 2. deildin í golfinu í Asíu  líkt og Áskorendamótaröðin í Evrópu.

Framtíðin er björt og ég lít bara fram á við héðan af.

Sjá má lokastöðuna á King´s Cup með því að SMELLA HÉR: