Alejandro Cañizares
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 11:30

Evróputúrinn: Cañizares og Westwood í forystu í hálfleik Maybank Malaysia Open – Hápunktar 2. dags

Það eru Spánverjinn Alejandro Cañizares og enski kylfingurinn Lee Westwood sem eru í forystu í hálfleik þ.e. eftir 2 leikna hringi á Maybank Malaysia Open.

Lee Westwood

Lee Westwood

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum og hafa 3 högga forystu á þann sem næstur kemur þ.e. Bernd Wiesberger frá Austurríki, sem búinn er að spila á samtals 8 undir pari.

Fjórða sætinu deila þeir Paul Warig og Peter Lawrie á samtals 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Maybank Malaysia Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: