Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2020 | 18:00

Evróputúrinn: Campillo sigraði í Qatar

Það var spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem sigraði á Commercial Bank Qatar Masters eftir bráðabana við Skotann David Drysdale.

Eftir hefðbundnar 72 holur voru þeir Campillo og Drysdale efstir og jafnir, báðir á 13 undir pari, 271 höggi; Campillo (66 66 67 72) og Drysdale (67 69 64 71).

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Campillo betur og stóð uppi sem sigurvegari.

Jorge Campillo er fæddur 1. júní 1986 og því 33 ára. Þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum.

Mótið fór fram í Education City golfklúbbnum, Doha, Qatar, dagana 5.-8. mars og lauk fyrr í dag.

Sjá má lokastöðuna á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: