Image processed by CodeCarvings Piczard ### FREE Community Edition ### on 2020-03-06 21:05:53Z | |
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2020 | 20:00

Evróputúrinn: Campillo og Sullivan leiða í hálfleik í Doha

Það eru þeir Jorge Campillo frá Spáni og enski kylfingurinn Andy Sullivan sem leiða í hálfleik á Qatar Masters.

Báðir hafa þeir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum (66 66).

Síðan eru 5 sem deila 3. sætinu þeir Alexander Björk og Marcus Kinhult frá Svíþjóð, Frakkinn Romain Langasque, Oliver Fisher frá Englandi og Hollendingurinn Joost Luiten; allir á 9 undir pari.

Sjá má stöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. hrings á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Andy Sullivan (t.v.) og Jorge Campillo (t.h.)