Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2020 | 17:00

Evróputúrinn: Campillo leiðir f. lokhring Qatar Masters

Það er spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem er einn í forystu fyrir lokahring Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Campillo hefir spilað á samtals 14 undir pari (66 66 67).

Tveir deila 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Campillo, þeir: David Drysdale frá Skotlandi og Daninn Jeff Winther.

Sjá má stöðuna á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. dags á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Jorge Campillo