Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2018 | 19:00

Evróputúrinn: Campillo efstur – Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í Belgian Knockout, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Keppnisfyrirkomulagið er ansi nýstárlegt: spilaður er hefðbundinn höggleikur fyrstu tvo dagana og síðan halda 64 efstu áfram í belgísku útsláttakeppnina uns einn sigurvegari stendur uppi!

Einungis 64 efstu komast áfram og ef keppendur eru jafnir og tala keppenda fer umfram 64 fer fram bráðabani, en einn slíkan þurfti til að skera úr um hverjir kæmust áfram.

Birgir Leifur lék á 3 yfir pari, 155 höggum (73 72).

Jorge Campillo frá Spáni er efstur í mótinu; hefir samtals spilað á 8 undir pari, 134 höggum (67 67).

Til þess að sjá stöðuna á Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR: