Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2021 | 16:00

Evróputúrinn: Caldwell sigraði á Scandinavian Mixed

Það var enski kylfingurinn Jonathan Caldwell, sem stóðu uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, Scandinavian Mixed.

Gestgjafar mótsins eru þau Annika Sörenstam og Henrik Stenson.

Mótið er sérstakt fyrir þær sakir að bæði karl og kvenkylfingar af Evróputúrnum og LET spila saman í einu og sama móti.

Sigurskor Caldwell var 17 undir pari, 271 högg (70 67 70 64).

Caldwell er fæddur 10. júní 1984 og á því 37 ára afmæli bráðalega. Sjá má eldri grein Golf 1 um Caldwell með því að SMELLA HÉR: 

Aðeins 1 höggi á eftir varð spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, á samtals 16 undir pari og í 3. sæti varð enski kylfingurinn Alice Hewson, sem jafnframt var sá kvenkylfingur, sem var á besta skorinu eða samtals 15 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Scandinavian Mixed með því að SMELLA HÉR: