Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2011 | 20:00

Evróputúrinn: Cabrera-Bello í 1. sæti eftir 3. dag

Rafael Cabrera-Bello frá Maspalomas golfklúbbnum á Gran Canary leiðir fyrir lokadag Open Portugal Masters í Vilamoura.

Hann spilaði glæsilegt golf í dag – var á 64 höggum – en skorkortið ansi skrautlegt – 2 flottir ernir á 5. og 12. braut litu dagsins ljós, en líka 5 fuglar og 1 skolli á 7. braut.

Cabrera-Bello, sem vann Opna austurríska 2009 með lokahring upp á 60 högg sagði: „Mér leið virkilega vel með þetta, ég hef verið að spila ágætlega nokkra síðustu daga.“ „Markmið mitt í dag var að reyna að gera það sama (og í gær). Ernirnir báðir hvöttu mig og ég held að spilið mitt hafi verið nokkuð þétt.“ „Ég gerði ekki mörg mistök. Ég hef slegið vel með járnunum í þessari viku, náð að setja boltann nálægt pinna og hef veitt sjálfum mér mörg tækifæri og gripið nokkur. Vonandi get ég haldið þessu áfram á morgun.“

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Cabrera-Bello eru Philipe Aguilar frá Chile og Christian Nilsson. Fjórða sætinu deila Svíinn Peter Hanson og Daninn Thomas Björn á samtals 200 höggum, 2 höggum á eftir Cabrera-Bello

Til þess að sjá stöðuna í Portugal Masters eftir 3. dag smellið HÉR: