Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Cabrera-Bello efstur e. 2. dag í Þýskalandi

Það er spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello sem er efstur eftir 2. dag á BMW International Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Bello er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67).

Í 2. sæti er Englendingurinn James Morrison á samtals 11 undir pari.

Nokkrir þekktir kylfingar komust eins og alltaf ekki í gegnum niðurskurð – það sem e.t.v. vekur mesta athygli er að heimamaðurinn Martin Kaymer komst ekki í gegn.

Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: