Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Burmester sigraði á Tshwane Open – Hápunktar 4. dags

Það var Dean Burmester frá S-Afríku sem sigraði á Tshwane Open, en sigurinn er jafnframt fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni!

Burmester lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (68 68 65 65).

Fyrir sigurinn hlaut Burmester € 190,054.

Hann átti 3 högg á þá Jorge Campillo frá Spáni og Mikko Korhonen frá Finnlandi, sem deildu 2. sætinu á samtals 15 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Tshwane Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. dags (lokahringsins) á Tshwane Open með því að SMELLA HÉR: