Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2019 | 09:00

Evróputúrinn: Brown sigraði á Portugal Masters

Það var enski kylfingurinn Steven Brown sem sigraði á móti sl. viku á Evróputúrnum, Portugal Masters.

Lokaskor hans var 17 undir pari.

Tveir deildu með sér 2. sætinu Suður-Afríkumennirnir Justin Walters og Brendan Stone, en þeir voru einu höggi á eftir sigurvegaranum.

Mótið fór fram á Dom Pedro Victoria vellinum í Victoria Clube de Golfe í Portugal, dagana 24.-27. október sl.

Sjá má lokastöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: